Mikið að gera hjá KA næstu daga í fótboltanum

Í dag og á næstu dögum eiga nokkrir flokkar okkar eftir að spila allnokkra leiki.

Í dag, föstudag, hefst veislan með leik hjá 4. flokki sem er að keppa í úrslitum. Fá þeir Breiðablik 3 í heimsókn klukkan 17:00 á gervigrasvellinum okkar. Á eftir honum klukkan 18:30 mun svo ÍA og Breiðablik mætast í hinum úrslitaleiknum.

Á morgun laugardag eru fjórir leikir í gangi hjá okkur, heldur úrslitakeppnin í 4. flokki áfram og mæta KA strákarnir ÍA klukkan 10:00 á gervigrasinu, strax þar á eftir mætast Breiðablik og Breiðablik 3.

Veislan heldur svo áfram á Akureyrarvelli þar sem meistaraflokkur KA mun taka á móti Grindavík, hefst sá leikur klukkan 13:00 (Bendum á að lokahóf yngri flokka KA hefst 11:00 á Ak-velli)

Á eftir honum er svo stórleikur hjá 2. flokki okkar sem tekur á móti Breiðablik klukkan 16:00.

Síðast en ekki síst er það sunnudagurinn, sem verður tekinn snemma, en fyrsti leikurinn á gervigrasinu þann daginn er Breiðablik 3 gegn ÍA, sem hefst klukkan 9:30, strax að honum loknum spila KA og Breiðablik, eða klukkan 11:00.

Fyrirkomulagið í B úrslitum er þannig að allir spila við alla og sá sem stendur uppi sem sigurvegari úr "riðlinum" verður Íslandsmeistari! Hvetjum við auðvitað alla til að koma og fylgjast með strákunum okkar!

Svo er það klukkan 11:30 á Akureyrarvelli, þar munu stúlkurnar í 3. flokki spila við Tindastól/Hvöt í úrslitum í AL/NL riðli. Svo rétt eftir að honum líkur, eða klukkan 15:00 mun 4. flokkur karla spila við Fjölnir í Ú3.

Þá eru komnir þeir leikir sem spilaðir eru á okkar völlum, en auðvitað eru lið frá okkur að spila annarstaðar á landinu og má þar nefna að 3. flokkur karla í B liðum spilar í dag á Blönduósvelli, taka þeir þar á móti FH í úrslitakeppninni. 

Það er greinilega nóg um að vera þessa helgina og viljum við sjá sem flesta á völlunum.

ÁFRAM KA !