Margrét skoraði í fyrsta landsleiknum

Margrét Árnadóttir spilaði sem framherji hjá U17 ára liði Íslands í fyrri hálfleik og á hægri kant fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik áður en hún var tekin útaf en leiktíminn er 80 mínútur.

Margrét átti þátt í fyrsta marki Íslands þegar hún átti skot að marki Wales eftir fyrirgjöf og náði með harðfylgi frákastinu þar sem hún náði öðru skoti sem markmaður Wales varði út í teiginn þar sem samherji Margrétar kom boltanum í netið.

Wales jöfnuðu leikinn áður en að Margrét kom Íslandi aftur yfir þar sem hún var ákveðnari en varnarmaður Wales og komst ein gegn markmanninum þar sem hún var yfirveguð og setti boltann fram hjá markverði Wales. Rétt undir lok leiksins bætti Guðrún Gyða leikmaður Blika við forustuna með glæsilegu skoti fyrir utan teig sem fór í stöngina og í markið. Íslenskur 3-1 sigur því staðreynd þar sem margir leikmenn léku sinn fyrsta landsleik.

Næsti leikur er gegn Norður-Írlandi á föstudaginn kl. 13:00 sem sigruðu Færeyjar 6-0 í dag.

Við óskum Margréti til hamingju með fyrsta landsleikinn sem og fyrsta landsliðsmarkið.