Margrét Árnadóttir og Saga Líf Sigurðardóttir enduðu í 7. sæti á Opna Norðurlandamótinu eftir sigur gegn Englandi á laugardaginn.
Fyrr á mótinu höfðu þær stöllur tapað með minnsta mun gegn Svíþjóð, Noreg og Þýskalandi og var því kærkomið að sigra England í leik um 7. sæti 1-0. Bæði Margrét og Saga Líf komu inná í seinni hálfleik í leiknum.
Þær eru nú mættar til landsins og verða líklega í eldlínunni þegar 3. fl KA mætir Haukum á KA-velli kl. 18:00 á mánudaginn.