Margrét Árnadóttir og Saga Líf Sigurðardóttir eru að stíga sín fyrstu spor með meistaraflokki Þór/KA í Lengjubikarnum en þær eru báðar fæddar 1999. Saga Líf kom við sögu í 1-0 sigri á Fylki á dögunum og báðar komu þær inná gegn ÍBV.
Margrét átti draumabyrjun en hún kom inná á 75. mínútu í stöðunni 5-2 fyrir ÍBV. Margrét skoraði tvívegis og minnkaði muninn í 5-4 og þar við sat.
Úrslit Þór/KA í fyrstu þremur leikjum liðsins:
Selfoss 1-3 Þór/KA (Lillý Rut Hlynsdóttir, Oddný Karólína Hafsteinsdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir).
Þór/KA 1-0 Fylkir (Sandra María Jessen).
ÍBV 5-4 Þór/KA (Anna Rakel Pétursdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir og 2x Margrét Árnadóttir).
Stöðutafla og leikir A-deildar Lengjubikars kvenna.