Kvennalið Þórs/KA fær ÍBV í heimsókn á fimmtudaginn, uppstigningardag, klukkan 14:00. Stelpurnar hafa farið frábærlega af stað og eru með fullt hús stiga eftir 5 umferðir. Á sama tíma er lið ÍBV í 4. sæti deildarinnar með 10 stig og má búast við hörkuleik.
Um helgina vannst góður 0-2 útisigur á KR en eftir að staðan hafði verið markalaus að loknum fyrri hálfleik gáfu stelpurnar í og Anna Rakel Pétursdóttir kom liðinu yfir eftir hornspyrnu á 62. mínútu. Sandra Mayor innsiglaði svo sigurinn með marki á 81. mínútu eftir frábæra sendingu frá Söndru Maríu Jessen sem er greinilega öll að koma til eftir meiðslin.
Það hefur verið flott mæting á heimaleiki Þórs/KA og er um að gera að halda því áfram enda liðið á blússandi siglingu og leikurinn á fimmtudaginn mjög mikilvægur, sjáumst á Þórsvelli og áfram Þór/KA!
FÉLAG | L | U | J | T | MÖRK | NET | STIG | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Þór/KA | 5 | 5 | 0 | 0 | 10 - 1 | 9 | 15 |
2 | Stjarnan | 5 | 4 | 1 | 0 | 15 - 4 | 11 | 13 |
3 | Breiðablik | 5 | 4 | 0 | 1 | 9 - 2 | 7 | 12 |
4 | ÍBV | 5 | 3 | 1 | 1 | 7 - 5 | 2 | 10 |
5 | FH | 5 | 3 | 0 | 2 | 7 - 3 | 4 | 9 |
6 | Valur | 5 | 2 | 0 | 3 | 7 - 7 | 0 | 6 |
7 | Grindavík | 5 | 2 | 0 | 3 | 4 - 10 | -6 | 6 |
8 | Fylkir | 5 | 1 | 0 | 4 | 2 - 10 | -8 | 3 |
9 | KR | 5 | 0 | 0 | 5 | 1 - 8 | -7 | 0 |
10 | Haukar | 5 | 0 | 0 | 5 | 3 - 15 | -12 | 0 |