2. flokkur KA tekur í dag (föstudag) á móti sameiginlegu liði ÍBV/KFS/KFR á KA-vellinum klukkan 18:00. Með sigri tryggir liðið sér sæti í A-riðli á næsta tímabili og því mikilvægt að sækja þrjú stig í dag.
Strákarnir hafa verið magnaðir í sumar og tróna á toppi B-riðils með 36 stig eftir 15 leiki. Næstir á eftir eru Fjölnismenn en þeir hafa 24 stig eftir einungis 12 leiki.
Við hvetjum alla til að mæta á leikinn í dag og styðja strákana til sigurs, þeir eiga stuðninginn svo sannarlega skilinn og það er klárt að í liðinu eru margir leikmenn sem munu koma til með að spila með meistaraflokki í náinni framtíð, áfram KA!