Knattspyrnudeild hélt lokahóf sitt sl. laugardag. Þar voru m.a kunngerð úrslit í kjöri um besta og efnilegasta leikmann sumarsins, Dorrinn var afhentur í þriðja sinn og margt fleira.
Vinir Móða kusu Ævar Inga Jóhannesson sem efnilegasta leikmann KA og fékk hann farandbikar til varðveislu í 365 daga eða svo.
Leikmenn og stjórn kusu Ævar einnig efnilegastan en besti leikmaður mfl sumarið 2014 var kosinn Srdjan Rajkovic.
Arsenij Buinickij var markakóngur mfl. með 10 mörk.
Dorri féll í skaut Magnúsar Sigurólasonar, en sú viðurkenning fellur þeim KA manni skaut sem einstaklega vel hefur unnið fyrir félagið í áraraðir. Magnús er afar vel að þessu sæmdarheiti kominn, Gripurinn er gefinn til minningar um einn okkar besta son Steindór Dorra Gunnarsson.
Halldór Aðalsteinsson sem gekk úr stjórn á síðasta aðalfundi voru þökkuð mikil og góð störf fyrir KA, færði knattspyrnudeild honum áletrað armbandsúr að gjöf.