Eins og flestir krakkar sem mættu á mótið vita þá var liðsmyndataka á föstudeginum í boði þeirra félaga frá Pedrómyndum. Myndunum hefur nú verið komið á heimasíðu N1 á facebook og hvetjum við alla til að skella sér á facebook síðu N1 (<-- linkur á myndirnar) og sækja þær ykkur að kostnaðarlausu.
Ekki má svo gleyma Minute to Win it þrautunum sem margir krakkana reyndu við, þau myndbönd eru nú að dælast inn á síðuna www.vegabrefaleikur.is/ en þar má sjá mörg góð myndbönd af keppendum okkar reyna við hinar og þessar þrautir.
Hvetjum við ykkur til að sækja liðsmyndina ykkar, horfa á myndböndin og eiga þessar minningar um N1 mótið 2014 um ókomna tíð.