BÍ/Bolungarvík tekur í dag á móti okkar mönnum á Ísafirði klukkan 14:00. Leikurinn er liður í 18. umferð 1. deildar karla og ljóst að KA þarf á sigri að halda til að halda pressunni á Þrótturum sem sitja í 2. sæti deildarinnar.
KA vann fyrri leik liðanna sem fram fór á Akureyrarvelli 2-0 en staða liðanna fyrir leikinn er mjög ólík. KA er að berjast um að ná 2. sætinu sem gefur þátttökurétt í Pepsi deildinni að ári en Vestfirðingar sitja á botni deildarinnar með aðeins 5 stig og ljóst að liðið þarf að eiga endurkomu ætli liðið sér að halda sæti sínu í deildinni.
Vinir okkar í BÍ/Bolungarvík sýna leikinn beint á netinu og því um að gera fyrir okkur KA menn að fylgjast með útsendingu þeirra og senda góða strauma til okkar manna, áfram KA!
Til að horfa á leikinn smellir þú einfaldlega á þennan hlekk: http://kfitv.is/live