Hér má nálgast leikjaskipulag þeirra keppna í knattspyrnu sem leiknar eru á KA-svæðinu á unglingalandsmóti UMFÍ sem fer fram á Akureyri um Verslunarmannahelgina.
Uppfært: Hérna má nálgast stöðuna eftir leik liðana á föstudag.
15 - 16 ára stelpur
15 - 16 ára strákar (Riðlar A - E)
15 - 16 ára strákar (Riðlar F - J)
17 - 18 ára stelpur
17 - 18 ára strákar
Úrslitakeppnin er byrjuð og er búið að uppfæra leikjaplanið, endilega skoðið og fylgist vel með planinu:
ATH Úrslit vantar úr tveimur leikjum. Þau koma inn um leið og við náum á liðunum í dag. ATH
Uppfært: Leiktíma síðustu leikja pilta 15-16 ára á laugardeginum hefur verið breytt lítillega.
Keppt er í 4 flokkum á KA-svæðinu, en það eru drengir 15-16 ára, drengir 17-18 ára, stúlkur 15-16 ára og stúlkur 17-18 ára. Vegna mismunandi fjölda liða eru mismunandi reglur um hvaða lið fara uppúr riðlunum og í útsláttarkeppni.
15-16 ára drengir:
Alls eru 42 lið skráð til keppni og er leikið í 10 riðlum, 8 riðlar innihalda 4 lið en 2 riðlar innihalda 5 lið. Efsta liðið í hverjum riðli fer áfram í 16-liða úrslit og þau 6 lið sem hafa bestan árangur í 2. sæti fara einnig í 16-liða úrslit. Takið eftir að leiktíma síðustu leikjanna á laugardeginum hefur verið breytt lítillega.
15-16 ára stúlkur:
Alls er 21 lið skráð til keppni og er leikið í 4 riðlum, 3 riðlar innihalda 5 lið en 1 riðill inniheldur 6 lið. Efstu 2 liðin í hverjum riðli fara áfram í 8-liða úrslit.
17-18 ára drengir:
Alls eru 13 lið skráð til keppni og er leikið í 4 riðlum, 3 riðlar innihalda 3 lið en 1 riðill inniheldur 4 lið. Efstu 2 liðin í hverjum riðli fara áfram í 8-liða úrslit. Liðin í 3. sæti leika svo um 9-12 sætið á mótinu.
17-18 ára stúlkur:
Alls eru 4 lið skráð til keppni og er því leikið í einum riðli. Þegar leikjunum í riðlinum er lokið leika efstu 2 liðin til úrslita og liðin í 3. og 4. sæti leika síðan um bronsið.
Reglur:
Hver leikur er 2x10 mínútur og er hálfleikur 1 mínúta.
Ef lið eru jöfn að stigum þegar riðlakeppni lýkur ræður markatala > Skoruð mörk > Innbyrðisviðureign stöðu liðanna.
Þegar í útsláttarkeppni er komið og enn er jafnt er strax farið í vítaspyrnukeppni þar sem hvert lið fær 3 vítaspyrnur. Ef enn er jafnt eftir 3 umferðir er farið í bráðabana.
Ekki er leyfilegt að færa sig milli liða eftir að mótið hefst, nema með leyfi sérgreinastjóra. Notkun á ólöglegum leikmanni þýðir tap í viðkomandi leik.