Kynningarkvöld fótboltans á fimmtudag

Það styttist í fótboltaveisluna (mynd: Sævar Geir)
Það styttist í fótboltaveisluna (mynd: Sævar Geir)

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA verður á fimmtudaginn 26. apríl klukkan 21:00 eða eftir leik KA og HK í handboltanum. Kynningarkvöldið verður með aðeins breyttu sniði í ár en við munum fá álit helstu spekinga landsins á KA liðinu, pallborðsumræður og svo að sjálfsögðu kynning á leikmönnum KA í sumar.

Þá verða ársmiðar til sölu og vonumst við til að sjá ykkur sem flest á þessu skemmtilega kvöldi.