Nýjung hjá KA í ár. Meistaraflokkur KA ætlar halda Knattspyrnuskóla í desember fyrir krakka fædda 1998-2008 þar sem höfuðáhersla er á einstaklingnum. Leikmenn Pepsideildarliðs KA og Þór/KA munu í samráði við vel menntaða þjálfara setja upp æfingar í samráði við nemendur skólans. Varnarhreyfingar, aukaspyrnutækni og allt þar á milli. Einnig er fyrirlestur um markmiðasetningu í íþróttum þar sem krakkarnir fá að vita hvað næring, hvíld og jákvætt hugarfar er mikilvægt til að ná langt í boltanum. Lokað er fyrir skráningar laugardaginn 10. desember. Ekki missa af þessu tækifæri
Yngri flokkar KA fara í frí 10. desember og hugsað að yngri hópur knattspyrnuskólans æfi kl. 14-16 þriðjudag, fimmtudag og síðan 9-11 á laugardegi. Eldri hópurinn æfir sömu daga nema kl. 16-18 og svo 11-13. Á laugardeginum verður svo fyrirlestur um markmiðasetningu í íþróttum.
Verð er kr. 10.500 kr. fyrir samtals 7 klukkustundir og er veittur 20% systkinaafsláttur og 40% af þriða systkini.