Bandaríski varnarmaðurinn Karsten Smith er genginn til liðs við KA.
Karsten er 25 ára varnarmaður og er 191 cm á hæð. Karsten var síðast á mála hjá VPS í finnsku úrvalsdeildinni og hjálpaði hann liðinu að ná í Evrópusæti á síðustu leiktíð en hann lék 26 leiki fyrir VPS sem hafnaði í þriðja sæti deildarinnar.
Karsten, sem er örvfættur, hefur einnig leikið með San Antonio Scorpions og FC New York í heimalandi sínu.