Karen María Sigurgeirsdóttir var í dag valin í úrtaksæfingar U-16 ára landslið Íslands í knattspyrnu fyrir Norðurlandamót U-16 í Finnlandi sem fer fram dagana 29. júní til 7. júlí. Æfingarnar fara fram 16. og 17. júní á grasvellinum við Kórinn í Kópavogi.
Karen er mjög efnileg og hefur leikið tvo leiki með toppliði Þórs/KA í Pepsi deildinni í sumar. Við óskum Kareni góðs gengis á æfingunum.