KA vs Leiknir F. í Kjarnafæðismótinu

KA1 keppir lokaleik sinn í Kjarnafæðismótinu í kvöld er við tökum á móti Leikni F í Boganum kl 19.00.

Með sigri í leiknum í kvöld tryggir KA1 sér sigur í A-deild Kjarnafæðimótsins nema Þór1 taki sig til og vinni Tindastól með meira en 18 mörkum í lokaleik þeirra annað kvöld.

Hvetjum sem flesta til þess að mæta í Bogann í kvöld og styðja strákana áfram.