KA-TV: Myndband af sigurmarkinu gegn Þór

Sigrinum var vel fagnað af þeim gulklæddu!
Sigrinum var vel fagnað af þeim gulklæddu!

KA tók á móti nágrönnum sínum í Þór í 11. umferð Inkasso deildarinnar á Akureyrarvelli þann 16. júlí 2016. Elfar Árni Aðalsteinsson gerði eina mark leiksins þegar hann skallaði fyrirgjöf frá Hallgrími Mar Steingrímssyni í netið á 51. mínútu leiksins.

Með sigrinum kom KA sér í enn betri stöðu á toppi deildarinnar og er með 5 stiga forskot þegar deildin er hálfnuð. Leikurinn var sýndur á KA-TV og voru rúmlega 2.200 manns sem fylgdust með útsendingunni!