KA lagði Fjarðabyggð að velli 2-0 í 9. umferð Inkasso deildarinnar í gær á Akureyrarvelli. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði fyrsta mark leiksins strax á 5. mínútu eftir laglega sókn en Elfar Árni Aðalsteinsson kláraði svo dæmið með marki úr vítaspyrnu undir lokin sem Almarr Ormarsson sótti vel.
Leikurinn var sýndur í beinni á KA-TV og má sjá mörkin í meðfylgjandi myndbandi í lýsingu Siguróla Magna Sigurðssonar og Sigurðar Skúla Eyjólfssonar.