Bæði A og B lið 2. flokks leika á KA-velli í kvöld og mun KA-TV sýna báða leikina í beinni. Í 2. flokki tefli KA fram liði ásamt Dalvík/Reyni en bæði A og B liðin taka á móti liðum frá Stjörnunni/KFG.
A-liðið leikur klukkan 18:00 á meðan B-liðið leikur klukkan 20:00.
Að sjálfsögðu hvetjum við alla sem geta til að mæta á völlinn og hvetja strákana áfram en þið sem ekki komist skuluð endilega fylgjast með gangi mála á KA-TV: