Í dag, laugardag, tekur KA á móti HK í 7. umferð Inkasso deildarinnar á Akureyrarvelli. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og má búast við hörkuleik eins og alltaf í þessari jöfnu og skemmtilegu deild.
KA er á toppi deildarinnar og getur komið sér fjær helstu liðunum í toppbaráttu með sigri þar sem að flest liðin töpuðu stigum í gær.
KA-TV mun sýna leikinn og það er því um að gera að fylgjast vel með gangi mála hvort sem það er á Akureyrarvelli eða fyrir framan skjáinn, áfram KA!