KA-TV: Huginn - KA í kvöld

Það verður hart barist um stigin í kvöld
Það verður hart barist um stigin í kvöld

KA mætir Huginn frá Seyðisfirði í útileik í 14. umferð Inkasso deildarinnar í dag klukkan 19:15. Það má með sanni segja að leikurinn sé mikilvægur fyrir bæði lið en á meðan að KA vermir toppsætið þá eru Huginsmenn í fallbaráttu.

Þetta er annar leikur liðanna í sumar en KA vann fyrri leikinn 2-1 en hann fór fram á KA-Vellinum. Elfar Árni Aðalsteinsson og Juraj Grizelj skoruðu mörk KA en Friðjón Gunnlaugsson minnkaði muninn undir lokin fyrir gestina. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

KA-TV fer austur og stefnir á að sýna leikinn en það mun fara eftir aðstæðum á vellinum hvort það verði hægt eða ekki. Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að drífa sig austur og styðja KA til sigurs en annars er eina vitið að fylgjast með á síðu KA-TV, áfram KA!