KA leikur gríðarlega mikilvægan leik í Inkasso deildinni í kvöld þegar liðið sækir Grindvíkinga heim. Grindvíkingar eru í 3. sæti deildarinnar aðeins 5 stigum á eftir KA sem situr í toppsætinu góða. Grindvíkingar eru mjög erfiðir heim að sækja en þeir unnu Þór 5-0 í síðustu umferð og fyrr í sumar slógu þeir okkur KA menn útúr bikarnum með 1-0 sigri í Grindavík.
Það má því búast við erfiðum leik en mikilvægum enda skiptir hvert stig máli í þessari jöfnu deild sem og það að halda sig sem lengst frá 3. sætinu sem gefur einmitt ekki sæti í efstu deild.
KA-TV mun sýna leikinn en til að taka af allan vafa þá verður útsendingin betri heldur en síðast þegar við vorum í Grindavík þar sem við erum komin með okkar eigin netsendi. Við hvetjum alla sem ekki komast á leikinn til að fylgjast vel með leiknum á KA-TV. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er linkur á útsendingu KA-TV hér fyrir neðan, áfram KA!