Jæja gott fólk, núna er að duga eða drepast. Pakkinn er orðinn töluvert stór þarna í kringum 2. sætið og hver sigur er farinn að skipta miklu máli.
Á morgun, fimmtudag, mæta í heimsókn til okkar Þróttarar í leik sem hefst klukkan 18:15.
Í síðustu tveimur leikjum með sigri gegn ÍA úti og góðu jafntefli við Víkinga úti höfum við sýnt að við ætlum svo sannarlega að taka þátt í þessari toppbaráttu í sumar, hinsvegar er eitt sem hefur vantað, það er stuðningurinn á heimavelli. Eftir tvo síðustu leiki hefur liðið talað mikið um hversu stuðningurinn af pöllunum skiptir miklu máli, sem hann sannarlega gerir. En á báðum þessum leikjum voru mættir galvaskir stuðningsmannahópar.
Ætlum við að láta okkar eftir liggja? Núna er kominn tími á að láta aðeins í sér heyra og hjálpa okkar mönnum upp í PEPSI!
Klukkan 17:30 - 18:00 fyrir leik á morgun munum við steikja hamborgara og gefa. Fyrstir koma fyrstir fá reglan eins og vanalega
Hvetjum við flesta til að koma og fá sér ókeypis burger, þið megið borga okkar í smá köllum og stuðningi við strákana
ÁFRAM KA !