Á fimmtudaginn fer fram leikur KA og Þórs í Lengjubikarnum í knattspyrnu.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 og er leikinn í Boganum.
Þór unnu góðan 5-0 sigur á Leikni Reykjavík í fyrsta leik á meðan KA tapaði 3-0 fyrir FH. Að sögn þeirra sem sáu leikina voru tölurnar þó heldur stórar miðað við gang leiksins en það eru mörkin sem telja. Þórsarar unnu KA 3-2 í úrslitum Kjarnafæðismótsins í kaflaskiptum leik en Þórsarar byrjuðu mun betur og komust í 3-0. KA-menn sýndu karakter að minnka muninn í 3-2 en þar við sat.