Fjörið heldur áfram í Pepsi deild karla og tekur KA á móti Keflavík á morgun, þriðjudag, á Akureyrarvelli klukkan 19:15. KA tapaði síðasta leik gegn FH í Hafnarfirði 3-1 og er ljóst að strákarnir eru staðráðnir í að bæta við þremur stigum gegn Keflvíkingum en KA er með 4 stig eftir fyrstu fjóra leiki sína. Nýliðar Keflavíkur hafa hinsvegar 1 stig en það kom eftir 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni.
Liðin mættust síðast á Akureyrarvelli sumarið 2016 í Inkasso deildinni, gestirnir komust yfir með marki Guðmundar Magnússonar en Pétur Heiðar Kristjánsson sótti víti fyrir KA undir lokin sem Elfar Árni Aðalsteinsson nýtti og endaði leikurinn 1-1.