KA tekur á móti HK í næst síðustu umferð riðils 3 í Lengjubikarnum á laugardaginn kl. 15:00 í Boganum. KA er á toppnum með fullt hús stiga en aðeins efsta liðið fer áfram í undanúrslit keppninnar og því ansi mikilvægt að strákarnir haldi áfram á sigurbrautinni.
Fyrir leik morgundagsins er KA með tveggja stiga forskot á Fjölni sem er í 2. sæti en liðin mætast í lokaumferð riðilsins í Boganum um næstu helgi. Hlökkum til að sjá ykkur í Boganum á þessum mikilvægu leikjum og áfram KA!
Leikurinn er að sjálfsögðu í beinni á KA-TV fyrir þá sem ekki komast í Bogann.