KA tekur á móti Haukum á Akureyrarvelli á miðvikudaginn klukkan 19:15 í 13. umferð Inkasso deildarinnar. KA trónir á toppi deildarinnar með 29 stig á meðan Haukar sitja í því 10. með 11 stig.
KA á hinsvegar harma að hefna gegn Haukum en eina tap liðsins í deildinni kom einmitt gegn Haukum strax í 2. umferð þegar Hafnfirðingar fóru illa með okkar lið og unnu 4-1 en mörkin úr þessum leik má sjá hér að neðan:
Þó staða KA sé góð í deildinni þá er enn nóg eftir af sumrinu og þarf ekki mikið til svo að liðin sem elta nái okkur. Það er því eina í stöðunni að halda áfram að gefa allt í leikina og þar ert þú stuðningsmaður góður gríðarlega mikilvægur. Við þurfum á öllum að halda í stúkunni til að halda áfram að sigla stigunum heim og færast nær takmarkinu okkar sem er efsta deild, sjáumst á Akureyrarvelli og áfram KA!
KA-TV mun sýna leikinn beint þannig að ef þú kemst ekki á leikinn er um að gera að fylgjast vel með.
FÉLAG | L | U | J | T | MÖRK | NET | STIG | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | KA | 12 | 9 | 2 | 1 | 22 - 9 | 13 | 29 |
2 | Grindavík | 12 | 7 | 3 | 2 | 30 - 11 | 19 | 24 |
3 | Leiknir R. | 12 | 7 | 2 | 3 | 14 - 11 | 3 | 23 |
4 | Keflavík | 12 | 5 | 6 | 1 | 22 - 15 | 7 | 21 |
5 | Þór | 12 | 6 | 1 | 5 | 15 - 18 | -3 | 19 |
6 | Selfoss | 12 | 4 | 4 | 4 | 15 - 16 | -1 | 16 |
7 | Fjarðabyggð | 12 | 3 | 4 | 5 | 18 - 19 | -1 | 13 |
8 | Fram | 12 | 3 | 4 | 5 | 12 - 18 | -6 | 13 |
9 | HK | 12 | 2 | 5 | 5 | 15 - 22 | -7 | 11 |
10 | Haukar | 12 | 3 | 2 | 7 | 17 - 26 | -9 | 11 |
11 | Huginn | 12 | 2 | 3 | 7 | 9 - 17 | -8 | 9 |
12 | Leiknir F. | 12 | 2 | 2 | 8 | 13 - 20 | -7 | 8 |