KA tekur á móti Fjarðabyggð í 9. umferð Inkasso deildarinnar á Akureyrarvelli á morgun (fimmtudag). Leikurinn hefst klukkan 19:15 og má búast við erfiðum leik. KA er á toppi deildarinnar með 19 stig ásamt nágrönnum okkar í Þór á meðan Fjarðabyggð situr í 10. sætinu með 7 stig.
Þrátt fyrir fá stig eru austfirðingarnir búnir að sýna góða spilamennsku í sumar og eru óheppnir með að hafa ekki náð í fleiri stig. Í síðustu umferð gerðu þeir 2-2 jafntefli við Grindavík eftir að hafa leitt 2-0 en Grindavík jafnaði í uppbótartíma. Í umferðinni á undan voru þeir að vinna Þór 2-1 en Þórsarar gerðu tvö mörk á lokaandartökum leiksins og unnu 2-3.
Það er því ljóst að okkar menn þurfa að mæta tilbúnir í slaginn ef menn ætla að halda toppsætinu. Fyrir leikinn eru 5 stig í liðið í 3. sæti og er mikilvægt að halda fjarlægð við liðin sem elta. Stuðningurinn við liðið skiptir sköpum og viljum við sjá ykkur sem flest í stúkunni, áfram KA!
Ef þið komist ekki á leikinn þá verður hann sýndur á KA-TV, það er því engin afsökun fyrir því að fylgjast ekki með!
FÉLAG | L | U | J | T | MÖRK | NET | STIG | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | KA | 8 | 6 | 1 | 1 | 14 - 6 | 8 | 19 |
2 | Þór | 8 | 6 | 1 | 1 | 13 - 8 | 5 | 19 |
3 | Grindavík | 8 | 4 | 2 | 2 | 17 - 9 | 8 | 14 |
4 | Leiknir R. | 8 | 4 | 1 | 3 | 9 - 9 | 0 | 13 |
5 | Fram | 8 | 3 | 3 | 2 | 9 - 10 | -1 | 12 |
6 | Keflavík | 8 | 2 | 5 | 1 | 14 - 10 | 4 | 11 |
7 | Haukar | 8 | 3 | 1 | 4 | 16 - 17 | -1 | 10 |
8 | Selfoss | 8 | 3 | 1 | 4 | 9 - 11 | -2 | 10 |
9 | HK | 8 | 2 | 2 | 4 | 11 - 17 | -6 | 8 |
10 | Fjarðabyggð | 8 | 1 | 4 | 3 | 13 - 15 | -2 | 7 |
11 | Leiknir F. | 8 | 2 | 0 | 6 | 9 - 14 | -5 | 6 |
12 | Huginn | 8 | 1 | 1 | 6 | 4 - 12 | -8 | 4 |