KA tekur á móti Breiðablik á sunnudaginn | Viðtal við Túfa

KA tekur á móti Breiðablik á sunnudaginn í Boganum í A-deild Lengjubikarsins.

Bæði liðin eru ósigruð og með 5 stiga forskot á næsta lið sem er KR. Því er ljóst að liðið sem vinnur leikinn verður með pálmann í höndunum að komast í undanúrslitin.  

Leikurinn hefst kl. 17:00 í Boganum á sunnudaginn og hvetjum við allt KA-fólk til þess að mæta. 

Hér má síðan sjá smá viðtal við Túfa sem fer aðeins yfir Lengjubikarinn, stöðuna á liðinu og undirbúningstímabilið.