KA spjallið: Hrannar Björn Steingrímsson

Hrannar Björn mætti eldhress í Árnastofu
Hrannar Björn mætti eldhress í Árnastofu

Bakvörður okkar KA-manna hann Hrannar Björn Steingrímsson mætti í Árnastofu í dag og ræddi þar málin við Siguróla Magna. Farið var yfir ferilinn, stöðuna á KA liðinu, nokkrar hraðaspurningar og margt fleira. Við hvetjum ykkur til að kynnast þessum frábæra leikmanni okkar betur með því að kíkja á KA spjallið.

KA leikur svo gegn Leikni Fáskrúðsfirði á sunnudaginn í mikilvægum leik enda er 1. deildin gríðarlega jöfn og hörð þar sem öll stig skipta gríðarlegu máli, áfram KA!