Markvörður okkar KA manna hann Aron Dagur Birnuson mætti í stutt spjall en hann var á reynslu hjá Nordsjælland í Danmörku og hafði fyrr verið á reynslu hjá Stoke City í Englandi. Hann er á fyrsta ári í 2. flokk hjá KA en hann er einnig unglingalandsliðsmaður.
Vegna meiðsla Srdjan Rajkovic í síðasta leik kemur Aron Dagur inn í hópinn hjá meistaraflokk á morgun (fimmtudag) þegar KA tekur á móti Leikni Fáskrúðsfirði á Akureyrarvelli klukkan 19:15