KA sigraði KF og Völsung í æfingaleikjum

Elfar í leik með KA síðasta sumar
Elfar í leik með KA síðasta sumar

KA lék gegn KF í Boganum á miðvikudaginn var og vann góðan 8-0 sigur. Mörk KA, sem komu á færibandi skoruðu þeir Ólafur Aron Pétursson, Áki Sölvason, Bjarki Viðarsson, Kristján Freyr Óðinsson og Orri Gústafsson, eitt hver um sig. Það var síðan Ásgeir Sigurgeirsson sem skoraði þrjú mörk. Flottur sigur og mjög jákvætt að halda hreinu.

Á föstudagskvöldið var síðan spilað gegn Völsungi á iðagrænum KA-vellinum í töluverðum kulda. KA vann þann leik 6-0 og stillti nánast upp nýju liði frá því sem var gegn KF. Mörkin gegn Völsung skoruðu Húsvíkingarnir þrír, Elfar Árni Aðalsteinsson, sem gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk. Hallgrímur Mar skoraði eitt og Ásgeir Sigurgeirsson skoraði eitt.

Næsti leikur KA er á laugardaginn í Lengjubikarnum gegn Selfoss klukkan 15:00 í Boganum