KA sækir Fram heim í Lengjubikarnum

Almarr mætir sínu gamla liði
Almarr mætir sínu gamla liði

Baráttan í Lengjubikarnum heldur áfram í dag þegar KA sækir Fram heim í Egilshöllina klukkan 15:15. Leikurinn er liður í annarri umferð Lengjubikarsins en KA gerði 1-1 jafntefli gegn Fylki um síðustu helgi. Framarar töpuðu hinsvegar fyrir Keflvíkingum í sínum leik.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Fram-TV og þökkum við Frömurum kærlega fyrir það framtak. Við hvetjum engu að síður alla þá sem geta til að mæta í Egilshöllina og styðja KA-liðið til sigurs!

Smelltu hér til að opna Fram-TV rásina