Hlaðvarpsþáttur KA er mættur aftur á svæðið eftir smá hlé og mæta þeir félagar Siguróli Magni Sigurðsson og Hjalti Þór Hreinsson með þétthlaðinn þátt þessa vikuna. Þeir fara vel yfir frábært gengi KA og Þórs/KA í Pepsi deildunum að undanförnu og rýna í komandi leiki.
Þá heyra þeir í fjölmiðlamógúlnum Tómasi Þór Þórðarsyni sem kynnir okkur fyrir Vladimir Tufegdzic nýjasta leikmanni KA auk þess sem hann fer yfir málin í Pepsi deildinni. Tómas er einnig umsjónarmaður handboltaþáttarins Seinni Bylgjan og renna þeir stuttlega yfir komandi vetur í handboltanum.
Að lokum mætir Callum Williams leikmaður knattspyrnuliðs KA í skemmtilegt spjall þar sem hann ræðir síðustu leiki sem og upplifun sína af nýliðnu HM. Callum mætti í skemmtilegt spjall með Siguróla sumarið 2016 og er hægt að sjá það neðst á síðunni.
Við minnum að sjálfsögðu á það að þátturinn er aðgengilegur á podcast veitu iTunes undir KA Podcastið.