Formaður Knattspyrnudeildar KA og útibússtjóri Sjóvár undirrituðu nýjan samstarfssamning föstudaginn 22. maí sl. Með samningnum vill Sjóvá styðja enn frekar við það góða íþrótta- og forvarnarsstarf sem KA sinnir. Það er trú samningsaðila að samningurinn muni treysta enn frekar gott samstarf og samvinnu sem hefur verið ríkjandi um mjög langt skeið.
Á myndinni eru fyrir miðju Eiríkur Jóhannsson formaður knattspyrnudeildar og Jón Birgir Guðmundsson útibússtjóri Sjóvár ásamt Rúnari Inga Kristjánssyni og Kristínu Hilmarsdóttur starfsmönnum og KA stuðningsmönnum. Þess má geta að Baldvin Ólafsson leikmaður meistaraflokks KA er starfsmaður útibús Sjóvár á Akureyri.