KA mætir Haukum í Hafnarfirði í dag

Davíð Rúnar var frábær í síðasta leik
Davíð Rúnar var frábær í síðasta leik

KA mætir suður í Hafnarfjörðinn í dag og mætir þar liði Hauka klukkan 19:15 á Schenkervellinum (Ásvöllum). Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir okkar lið og ljóst að liðið þarf á þremur stigum að halda ef liðið ætlar sér að halda sér í baráttunni um sæti í efstu deild.

KA sigraði fyrri leik liðanna 3-1 sem fram fór á KA-vellinum þann 23. maí. Hér má sjá mörkin úr þeim leik en við hvetjum alla KA-menn sunnan heiða til að mæta á leikinn í kvöld og styðja okkar lið, áfram KA!