KA leikur gegn Haukum á morgun, laugardag

KA leikur gegn Haukum á morgun, laugardag á Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikurinn hefst 17:15 og eru allir KA-menn á suð-vesturhorninu hvattir til þess að mæta og styðja liðið.

Haukar léku við Grindavík í fyrstu umferð og töpuðu 3-2 í hörkuleik. Það er ljóst að Haukar eru með hörku lið og ætla sér stóra hluti í sumar.

KA lék gegn Fram í fyrstu umferð og sigruðu 3-0 og léku svo gegn Tindastól í bikarnum í vikunni og sigruðu þar 2-1 eftir framlengingu. 

Eins og áður segir hefst leikurinn 17:15 að Ásvöllum í Hafnarfirði. Áfram KA