Næsti leikur KA í Pepsi deildinni hefur verið færður yfir á þriðjudaginn en það er heimaleikur gegn nýliðum Keflavíkur. Leikurinn átti að fara fram á mánudag en nýr leiktími er klukkan 19:15 á þriðjudag og fer leikurinn að sjálfsögðu fram á Akureyrarvelli.
KA liðið er með 4 stig eftir fyrstu fjórar umferðir sumarsins og ljóst að liðið ætlar sér sigur gegn Keflvíkingum en svo að það takist þarf liðið á þínum stuðning að halda, sjáumst á þriðjudaginn og áfram KA!