KA hefur leik í Pepsi deildinni á morgun

Almarr leikur með Fjölni í dag (mynd: Sævar Geir)
Almarr leikur með Fjölni í dag (mynd: Sævar Geir)

Pepsi deild karla er að fara af stað og leikur KA sinn fyrsta leik í sumar fyrir sunnan þegar liðið mætir Fjölni í Egilshöllinni á morgun. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er mikil eftirvænting fyrir því að deildin sé að fara að byrja.

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar fór fram í gær og var mætingin mjög góð. Það er mikil stemning í kringum KA liðið enda hefur gengið á síðustu árum verið stigvaxandi og er KA spáð góðu gengi í sumar.

Fotbolti.net og Vísir spá KA liðinu 4. sæti í sumar á sama tíma spá Pepsi mörkin, Morgunblaðið og Fréttablaðið liðinu 6. sæti. 433.is og forráðamenn félaganna spá KA liðinu svo 7. sætinu.

Það fer góður hópur að norðan suður á leikinn og þá vitum við af þó nokkrum KA mönnum búsettum fyrir sunnan sem ætla að skella sér á leikinn. Það er því um að gera að drífa sig á völlinn ef þú hefur tök á enda stefnir í flotta stemningu hjá stuðningsmönnum KA.

Síðast þegar þessi lið mættust þá gerðu liðin 2-2 jafntefli í Grafarvoginum og jafnaði Hrannar Björn Steingrímsson fyrir KA með sínu fyrsta marki fyrir félagið.