Verðlaun voru veitt sex félögum fyrir góða frammistöðu í dómaramálum. Sem fyrr þurfti að uppfylla 10 skilyrði til þess að teljast fyrirmyndarfélag í þeim efnum. FH, Fylkir, ÍA, KA, Sindri og Völsungur stóðust skilyrðin og teljast því vera fyrirmyndarfélög í dómaramálum 2013.