KA - Fjölnir í dag á Akureyrarvelli

Frá sigurleik KA í síðustu umferð gegn Breiðablik
Frá sigurleik KA í síðustu umferð gegn Breiðablik

KA tekur á móti Fjölni í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins á Akureyrarvelli í dag klukkan 18:00. Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að okkar lið fái góðan stuðning enda er Fjölnisliðið gott og hefur verið að standa sig vel í Pepsi deildinni.

Þrátt fyrir að KA sé deild neðan skulum við ekki gleyma því að KA hefur oft átt góðu gengi að fagna í bikarkeppninni og í síðustu umferð sló liðið út stórlið Breiðabliks sem var fyrsta tap Blikanna á tímabilinu. Við rifjum upp taktana úr þeim leik og hvetjum alla til að mæta á Akureyrarvöll á eftir og sjá til þess að KA komist í undanúrslitin, áfram KA!

Minnum á að ársmiðar gilda ekki á leiki í bikarkeppninni en handhafar þeirra fá þó veitingar í hálfleik gegn framvísun ársmiða.