KA tekur á móti Fjölni í fyrsta heimaleik sumarsins í Pepsi-deild karla. Leikurinn hefst kl. 18:00. Bæði lið eru taplaus í deildinni í sumar og er því hellingur undir þó það sé aðeins þriðja umferð.
Hér koma nokkur praktísk atriði sem gott er að hafa í huga fyrir þennan leik en búast má við miklu fjölmenni.
Njálsbúð, eða Schiötharaskemman (vélarskemman að norðan) er staðurinn þar sem stuðningsmenn ætla að hittast frá kl. 16:00. Léttar veitingar á staðnum og söngur og gleði.
Hægt verður að kaupa ársmiða í miðasölunni og nálgast ársmiða sem þegar er búið að panta eða borga.
Hamborgarar verða grillaðir í Brekkunni á leiðinni upp að stúkunni frá 17:00 og verða til sölu gegn vægu gjaldi.
Klæða sig eftir veðri, en endilega láta skína í gult og hafa stúkuna gula.
Ekki verður selt inn um hliðið að norðan - bara selt inn að sunnan.
Að mæta með reiðufé flýtir fyrir afgreiðslu en Posasambandið er oft misjafnt inn í miðasölu. Miðaverð er 2000kr