Dregið var í hádeginu til 16-liða úrslita í Borgunarbikar karla í knattspyrnu og var lið KA að sjálfsögðu í pottinum. KA fékk útileik gegn Pepsi deildarliði Breiðabliks og því ljóst að verkefnið verður krefjandi að komast í 8-liða úrslitin en skemmtilegt þó.
KA fór alla leið í úrslit Lengjubikarsins fyrir sumarið eftir að hafa slegið út Pepsi deildarlið Fylkis og ÍA áður en liðið mætti Breiðablik í úrslitaleiknum. Eftir hörkuslag fóru Blikar með sigur af hólmi 0-1 og því ljóst að KA getur alveg staðið í Blikunum.
Umferðin verður leikin þann 18. júní þannig að takið daginn frá! Annars lítur öll umferðin svona út:
Fjölnir - Víkingur Ó.
Víkingur R. - Afturelding
Þróttur R. - ÍBV
Stjarnan - Fylkir
KV - KR
Fjarðabyggð - Valur
Breiðablik - KA
FH - Grindavík