Á sunnudaginn, 21 júní klukkan 14:00, munu okkar menn taka á móti BÍ/Bolungarvík.
Við viljum taka fram að leikurinn hefur verið færður yfir á sunnudag vegna bikarleiks KA við Breiðablik í gær, þar sem KA fór með 1-0 sigur af hólmi.
Við hvetjum alla til að mæta og styðja okkar stráka á fyrsta leiknum á Akureyrarvelli í sumar.