KA - BÍ/Bolungarvík - 19. ágúst | Treflakast!

Fyrir leik okkar manna við Þrótt
Fyrir leik okkar manna við Þrótt

Á morgun, þriðjudaginn 19. ágúst, munu Bí/Bolungarvík koma í heimsókn til okkar á Akureyrarvöll. Bæði liðin eru í bullandi baráttu, en þó á sitthvorum enda deildarinnar. BÍ þarf nauðsynlega að ná stigum á botni deildarinnar til að lyfta sér frá fallsætinu, en okkar menn þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að halda í við ÍA í 2. sæti.

Allt getur ennþá gerst og hvetjum við því fólk til að koma og styðja sína menn, við gefumst ekki upp og ætlum að vera í þessari toppbaráttu alveg til enda móts.

Einnig má til gamans geta að liðið ætlar að kasta treflum upp í stúku fyrir leik. Var þetta gert á móti Þrótti og lukkaðist vel.