KA tyllti sér á topp Inkasso deildarinnar með sterkum 0-2 sigri á Leikni Reykjavík á Leiknisvelli í dag. Sigurinn var frekar sannfærandi og ljóst að KA verður á toppnum á meðan stutt hlé verður á deildinni vegna EM.
Ásgeir Sigurgeirsson skoraði fyrra markið strax á 6. mínútu og það var svo Halldór Hermann Jónsson sem innsiglaði sigurinn á 77. mínútu með laglegu marki. Myndefnið er fengið úr útsendingu Stöð 2 Sport frá leiknum.
Brandur Jónsson ljósmyndari tók fjölmargar myndir frá leiknum, smellið hér til að skoða þær á facebook.