Jólabingó yngriflokka KA í Naustaskóla á sunnudaginn

Á sunnudaginn heldur yngriflokkaráð knattspyrnudeildar KA árlegt Jóla-Bingó í sal Naustaskóla. Bingóið hefst kl. 14:00 og eru glæsilegir vinningar í boði.

Bingóið vakti mikla lukku í fyrra og ekki nóg með glæsilega vinninga að þá er margrómað kaffihlaðborð á staðnum.

Spjaldið kostar 1000kr og þrjú spjöld 2500kr. Kaffihlaðborð 1000kr og frítt er fyrir iðkendur KA og krakka undir 12 ára.