KA og ÍA gerðu 2-2 jafntefli í lokaumferð 1. deildar karla í knattspyrnu í gær. KA komst yfir eftir einungis þriggja mínútna leik þegar að Ævar Ingi átti góða sendingu á Arsenij Buinickij sem skoraði af yfirvegun. Gestirnir af Skaganum jöfnuðu síðan á 19. mínútu og var þar að verki Garðar Gunnlaugsson.
Fyrirliði KA í leiknum í gær Hallgrímur Mar Steingrímsson kom svo KA aftur yfir úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Ævari. Skagamenn voru hinsvegar ekki lengi að svara og jöfnuðu metin aftur aðeins tveimur mínútum seinna og var það Þórður Þórðarson sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu.
KA 2 - 2 ÍA
1 - 0 Arsenij Buinickij ('3) Stoðsending: Ævar Ingi
1 - 1 Garðar Gunnlaugsson ('19)
2 - 1 Hallgrímur Mar Steingrímsson (Víti) ('49) Stoðsending: Ævar Ingi
2 - 2 Þórður Þórðarson ('51)
KA-maður leiksins var Ævar Ingi Jóhannesson.
KA lauk því keppni þetta árið í 8. sæti 1. deildar með 31 stig sem verður að teljast töluverð vonbrigði.