KA og Víkingur Ólafsvík skildu í dag jöfn 2-2 í Ólafsvík. Heimamenn komust tvívegis yfir en okkar menn jöfnuðu jafn óðum. Það var Gunnar Örvar Stefánsson sem skoraði jöfnunarmark KA í uppbótartíma og þar við sat.
Víkingur Ó. 2 - 2 KA
1-0 Kemal Cesa ('33)
1-1 Ævar Ingi Jóhannesson ('72) Stoðsending: Hallgrímur
2-1 Steinar Már Ragnarsson ('76)
2-2 Gunnar Örvar Stefánsson ('90) Stoðsending: Ævar
KA-maður leiksins var svo valinn Karsten Vien Smith en hann átti einkar góðan dag í vörn KA í dag.
Við minnum á næsta heimaleik KA sem er fimmtudaginn næskomandi 24. júlí gegn Þrótti R. og hefst hann kl. 18.15. Allir á völlinn og áfram KA!