Leik KA og Fjölnis lauk með 1-1 jafntefli í Egilshöll á laugardaginn. Það var Ævar Ingi sem jafnaði leikinn fyrir okkur á 63. mínútu en heimamenn höfðu komist yfir tíu mínútum áður. Að sögn KA-manna sem sáu leikinn var margt jákvætt í leik okkar manna. Ber það að nefna að Jóhann Helgason spilaði sinn fyrsta leik eftir að hann skipti aftur yfir í KA frá Grindavík og átti hann fínan leik á miðjunni.
Fjölnir 1-1 KA
1-0 Ragnar Leósson (53. mín)
1-1 Ævar Ingi Jóhannesson (63. mín)
Lið KA
Fannar H. (m), Baldvin Ólafs, Kári Péturs (Kristján Freyr, 46. mín), Atli Sveinn (f), Gauti Gauta, Davíð Rúnar (Bjarni Mark, 46. mín), Jóhann Helga, Hrannar Björn (Ívar Sigurbjörns, 88. mín), Ævar Ingi, Hallgrímur Mar og Orri Gústafs (Sveinn Helgi 46. mín).
Ónotaðir varamenn: Rajko, Baldvin Ingimar og Aron Péturs.