16. september fyrir 25 árum varð KA Íslandmeistarar í knattspyrnu er þeir unnu frækinn sigur í Keflavík. Á sama tíma beið FH lægri hlut gegn Fylki en fyrir leikinn voru FH á toppnum. Eins og var skrifað á þeim tíma í Degi var margt sem spilaði inní að liðið varð meistari og var þar nefnt að þetta hafi verið gott lið sem hafði lengi spilað saman, góður þjálfari, dugleg stjórn og dyggir stuðningsmenn væru stærstu póstarnir.
Hér má sjá grein í Degi 1989 sem fjallaði stuttlega um tímabilið hjá KA.
Myndband frá 16. september 1989 frá leiknum og eftir leik.